Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 18:44 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í dag. visir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Augustin Dufatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miskabætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakarkostnað. Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira