Konur eigi rétt á bótum vegna PIP-brjóstapúðanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 08:50 Þýska fyrirtækið TUV Rheinland er talið hafa sýnt af sér vanrækslu þegar það vottaði PIP-púðana örugga jafnvel þó að þeir stæðust ekki öryggiskröfur. Vísir/EPA Franskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að á þriðja þúsund kvenna sem fengu svonefnda PIP-brjóstapúða ættu að fá skaðabætur. Lögmaður íslenskra kvenna sem taka þátt í hópmálsókn vegna púðanna segir niðurstöðuna áfangasigur. Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu. Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu.
Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira