Réttlaus fósturbörn á Íslandi Sara Pálsdóttir skrifar 20. maí 2021 10:30 Mannréttindi fósturbarna á Íslandi eru fótum troðin af hálfu stjórnvalda. Þegar kemur að barnaverndarkerfinu, eru fósturbörn í reynd réttlaus og eiga sér ekki málsvara. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur að geyma reglur um grundvallarmannréttindi barna, og hefur lagagildi á Íslandi, virðist hafa afar takmarkaða þýðingu innan barnaverndarkerfisins. Börn sem hafa verið svipt blóðforeldrum sínum eða blóðforeldri, iðulega vegna áfengis- og vímuefnavanda foreldrisins, eru útilokuð með öllu út úr lífi foreldra sinna og fjölskyldu, afa og ömmu, frænku og frænda, jafnvel systkina. Börnum þessum er komið fyrir hjá nýrri fjölskyldu, fósturforeldrum og fá ekki að hitta blóðfjölskyldu sína lengur. Maður getur vart ýmindað sér sársaukann sem afar og ömmur finna fyrir, þegar þau eru útilokuð út úr lífi barnabarnanna sinna vegna tímabundinna veikinda barns þeirra (blóðforeldrisins). Hvað þá börnin sjálf sem hafa engan til að gæta sinna hagsmuna eða réttinda. Barnaverndarkerfið á Íslandi er nefnilega þannig, að það er talið barni fyrir bestu, sem misst hefur foreldri sitt frá sér vegna veikinda foreldrisins, eða af öðrum ástæðum, að útiloka með öllu ekki bara foreldrið, heldur líka alla stórfjölskyldu barnsins, út úr lífi barnsins. Það er talið nauðsynlegt til að „raska ekki ró og stöðugleika barnsins í fóstrinu“. M.ö.o. meintur stöðugleiki og ró í fóstri er notuð sem réttlæting fyrir alvarlegum og kerfisbundnum mannréttindabrotum íslenska barnaverndarkerfisins á hendur saklausum börnum, sem hafa verið tekin frá foreldrum sínum og sett í varanlegt fóstur. Þessi sjónarmið eiga sér enga stoð í lögum. Venjan er sú að barn sem misst hefur foreldri sitt, t.d. vegna veikinda foreldris fær aðeins að hitta foreldrið tvisvar á ári, í tvær klukkustundir í senn, í sérstöku húsnæði barnaverndar, undir eftirliti tveggja starfsmanna barnaverndar. Jafnvel þótt um sé að ræða elskandi foreldri, sem ól barnið upp frá fæðingu, en missti tökin vegna veikinda. Tilgangur þessarar umgengni er ekki sá að varðveita tengsl milli barns og foreldris, heldur sá að barnið „þekki uppruna sinn“. Ef afar og ömmur eru svo lánsöm að fá umgengni, sem er iðulega ekki raunin, er sú umgengni eitt skipti á ári. Ár í lífi ungs barns er mjög langur tími. Vísvitandi og af ásetningi, eru öll tengsl á milli fósturbarnsins og fjölskyldu þess slitin. Svo er með öllum ráðum tryggt að viðhalda þeim tengslaslitum og markvisst komið í veg fyrir að tenglamyndum geti endurnýjast. Kerfið verður vart grimmilegra né ómannúðlegra. Í 8. og 9. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sbr. einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 71. gr. stjórnarskrár Íslands, er að finna reglur um hvernig umgengni fósturbarna við foreldra skuli vera háttað. Í sáttmálanum segir að ríkjum sé skylt að virða rétt barns til að viðhalda fjölskyldutengslum, án ólögmætra afskipta. Þá er skýrt kveðið á um að fósturbarn, eða barn sem hefur verið skilið frá foreldrum sínum, eigi rétt á að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldra sína með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Að leyfa barni að hitta foreldri sitt einungis tvisvar á ári og við þær aðstæður sem barnavernd býður upp á getur vart talist annað en mannréttindabrot gegn fósturbörnum og fjölskyldum þeirra. Yfirlýst og opinbert markmið stjórnvalda með slíkri umgengni brýtur í bága við reglur Barnasáttmálans, Mannréttindasáttmálans og Stjórnarskrár og yfirlýst markmið þeirra reglna, sem eru einmitt það að viðhalda fjölskyldutengslum og tryggja beina og reglulega umgengni barns við foreldri sitt eða foreldra. Foreldrar og fósturbörn hafa svo engan aðgang að dómstólum þegar kemur að ákvörðun á fyrirkomulagi umgengni fósturbarna. Síkt brýtur í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar um rétt manna til að aðgangs að dómstólum til úrlausnar um réttindi sín og skyldur. Það eru barnaverndarnefndir og svo úrskurðarnefnd velferðarmála sem hafa alræðisvaldið hér og þessar nefndir byggja ákvarðanir sínar um umgengni fósturbarna við foreldra aldrei á reglum Barnasáttmála SÞ. Það vita allir af þessum mannréttindabrotum. Stjórnvöld, dómstólar, Umboðsmaður Barna, Umboðsmaður Alþingis, barnaverndarnefndirnar sjálfar, úrskurðarnefnd velferðarmála, en þessu er leyft að viðgangast. Þessir aðilar láta ástandið viðgangast og sársaukinn hjá börnum og fjölskyldum í landinu grær aldrei. Ég vil enda þennan pistil á að vitna í fræg orð Mahatma Gandhi: „The true mesure of any society can be found in how it treats its most vulnerable members.“ Hvers konar samfélag viljum við vera? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Réttindi barna Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mannréttindi fósturbarna á Íslandi eru fótum troðin af hálfu stjórnvalda. Þegar kemur að barnaverndarkerfinu, eru fósturbörn í reynd réttlaus og eiga sér ekki málsvara. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur að geyma reglur um grundvallarmannréttindi barna, og hefur lagagildi á Íslandi, virðist hafa afar takmarkaða þýðingu innan barnaverndarkerfisins. Börn sem hafa verið svipt blóðforeldrum sínum eða blóðforeldri, iðulega vegna áfengis- og vímuefnavanda foreldrisins, eru útilokuð með öllu út úr lífi foreldra sinna og fjölskyldu, afa og ömmu, frænku og frænda, jafnvel systkina. Börnum þessum er komið fyrir hjá nýrri fjölskyldu, fósturforeldrum og fá ekki að hitta blóðfjölskyldu sína lengur. Maður getur vart ýmindað sér sársaukann sem afar og ömmur finna fyrir, þegar þau eru útilokuð út úr lífi barnabarnanna sinna vegna tímabundinna veikinda barns þeirra (blóðforeldrisins). Hvað þá börnin sjálf sem hafa engan til að gæta sinna hagsmuna eða réttinda. Barnaverndarkerfið á Íslandi er nefnilega þannig, að það er talið barni fyrir bestu, sem misst hefur foreldri sitt frá sér vegna veikinda foreldrisins, eða af öðrum ástæðum, að útiloka með öllu ekki bara foreldrið, heldur líka alla stórfjölskyldu barnsins, út úr lífi barnsins. Það er talið nauðsynlegt til að „raska ekki ró og stöðugleika barnsins í fóstrinu“. M.ö.o. meintur stöðugleiki og ró í fóstri er notuð sem réttlæting fyrir alvarlegum og kerfisbundnum mannréttindabrotum íslenska barnaverndarkerfisins á hendur saklausum börnum, sem hafa verið tekin frá foreldrum sínum og sett í varanlegt fóstur. Þessi sjónarmið eiga sér enga stoð í lögum. Venjan er sú að barn sem misst hefur foreldri sitt, t.d. vegna veikinda foreldris fær aðeins að hitta foreldrið tvisvar á ári, í tvær klukkustundir í senn, í sérstöku húsnæði barnaverndar, undir eftirliti tveggja starfsmanna barnaverndar. Jafnvel þótt um sé að ræða elskandi foreldri, sem ól barnið upp frá fæðingu, en missti tökin vegna veikinda. Tilgangur þessarar umgengni er ekki sá að varðveita tengsl milli barns og foreldris, heldur sá að barnið „þekki uppruna sinn“. Ef afar og ömmur eru svo lánsöm að fá umgengni, sem er iðulega ekki raunin, er sú umgengni eitt skipti á ári. Ár í lífi ungs barns er mjög langur tími. Vísvitandi og af ásetningi, eru öll tengsl á milli fósturbarnsins og fjölskyldu þess slitin. Svo er með öllum ráðum tryggt að viðhalda þeim tengslaslitum og markvisst komið í veg fyrir að tenglamyndum geti endurnýjast. Kerfið verður vart grimmilegra né ómannúðlegra. Í 8. og 9. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sbr. einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 71. gr. stjórnarskrár Íslands, er að finna reglur um hvernig umgengni fósturbarna við foreldra skuli vera háttað. Í sáttmálanum segir að ríkjum sé skylt að virða rétt barns til að viðhalda fjölskyldutengslum, án ólögmætra afskipta. Þá er skýrt kveðið á um að fósturbarn, eða barn sem hefur verið skilið frá foreldrum sínum, eigi rétt á að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldra sína með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Að leyfa barni að hitta foreldri sitt einungis tvisvar á ári og við þær aðstæður sem barnavernd býður upp á getur vart talist annað en mannréttindabrot gegn fósturbörnum og fjölskyldum þeirra. Yfirlýst og opinbert markmið stjórnvalda með slíkri umgengni brýtur í bága við reglur Barnasáttmálans, Mannréttindasáttmálans og Stjórnarskrár og yfirlýst markmið þeirra reglna, sem eru einmitt það að viðhalda fjölskyldutengslum og tryggja beina og reglulega umgengni barns við foreldri sitt eða foreldra. Foreldrar og fósturbörn hafa svo engan aðgang að dómstólum þegar kemur að ákvörðun á fyrirkomulagi umgengni fósturbarna. Síkt brýtur í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar um rétt manna til að aðgangs að dómstólum til úrlausnar um réttindi sín og skyldur. Það eru barnaverndarnefndir og svo úrskurðarnefnd velferðarmála sem hafa alræðisvaldið hér og þessar nefndir byggja ákvarðanir sínar um umgengni fósturbarna við foreldra aldrei á reglum Barnasáttmála SÞ. Það vita allir af þessum mannréttindabrotum. Stjórnvöld, dómstólar, Umboðsmaður Barna, Umboðsmaður Alþingis, barnaverndarnefndirnar sjálfar, úrskurðarnefnd velferðarmála, en þessu er leyft að viðgangast. Þessir aðilar láta ástandið viðgangast og sársaukinn hjá börnum og fjölskyldum í landinu grær aldrei. Ég vil enda þennan pistil á að vitna í fræg orð Mahatma Gandhi: „The true mesure of any society can be found in how it treats its most vulnerable members.“ Hvers konar samfélag viljum við vera? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar