Réttlaus fósturbörn á Íslandi Sara Pálsdóttir skrifar 20. maí 2021 10:30 Mannréttindi fósturbarna á Íslandi eru fótum troðin af hálfu stjórnvalda. Þegar kemur að barnaverndarkerfinu, eru fósturbörn í reynd réttlaus og eiga sér ekki málsvara. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur að geyma reglur um grundvallarmannréttindi barna, og hefur lagagildi á Íslandi, virðist hafa afar takmarkaða þýðingu innan barnaverndarkerfisins. Börn sem hafa verið svipt blóðforeldrum sínum eða blóðforeldri, iðulega vegna áfengis- og vímuefnavanda foreldrisins, eru útilokuð með öllu út úr lífi foreldra sinna og fjölskyldu, afa og ömmu, frænku og frænda, jafnvel systkina. Börnum þessum er komið fyrir hjá nýrri fjölskyldu, fósturforeldrum og fá ekki að hitta blóðfjölskyldu sína lengur. Maður getur vart ýmindað sér sársaukann sem afar og ömmur finna fyrir, þegar þau eru útilokuð út úr lífi barnabarnanna sinna vegna tímabundinna veikinda barns þeirra (blóðforeldrisins). Hvað þá börnin sjálf sem hafa engan til að gæta sinna hagsmuna eða réttinda. Barnaverndarkerfið á Íslandi er nefnilega þannig, að það er talið barni fyrir bestu, sem misst hefur foreldri sitt frá sér vegna veikinda foreldrisins, eða af öðrum ástæðum, að útiloka með öllu ekki bara foreldrið, heldur líka alla stórfjölskyldu barnsins, út úr lífi barnsins. Það er talið nauðsynlegt til að „raska ekki ró og stöðugleika barnsins í fóstrinu“. M.ö.o. meintur stöðugleiki og ró í fóstri er notuð sem réttlæting fyrir alvarlegum og kerfisbundnum mannréttindabrotum íslenska barnaverndarkerfisins á hendur saklausum börnum, sem hafa verið tekin frá foreldrum sínum og sett í varanlegt fóstur. Þessi sjónarmið eiga sér enga stoð í lögum. Venjan er sú að barn sem misst hefur foreldri sitt, t.d. vegna veikinda foreldris fær aðeins að hitta foreldrið tvisvar á ári, í tvær klukkustundir í senn, í sérstöku húsnæði barnaverndar, undir eftirliti tveggja starfsmanna barnaverndar. Jafnvel þótt um sé að ræða elskandi foreldri, sem ól barnið upp frá fæðingu, en missti tökin vegna veikinda. Tilgangur þessarar umgengni er ekki sá að varðveita tengsl milli barns og foreldris, heldur sá að barnið „þekki uppruna sinn“. Ef afar og ömmur eru svo lánsöm að fá umgengni, sem er iðulega ekki raunin, er sú umgengni eitt skipti á ári. Ár í lífi ungs barns er mjög langur tími. Vísvitandi og af ásetningi, eru öll tengsl á milli fósturbarnsins og fjölskyldu þess slitin. Svo er með öllum ráðum tryggt að viðhalda þeim tengslaslitum og markvisst komið í veg fyrir að tenglamyndum geti endurnýjast. Kerfið verður vart grimmilegra né ómannúðlegra. Í 8. og 9. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sbr. einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 71. gr. stjórnarskrár Íslands, er að finna reglur um hvernig umgengni fósturbarna við foreldra skuli vera háttað. Í sáttmálanum segir að ríkjum sé skylt að virða rétt barns til að viðhalda fjölskyldutengslum, án ólögmætra afskipta. Þá er skýrt kveðið á um að fósturbarn, eða barn sem hefur verið skilið frá foreldrum sínum, eigi rétt á að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldra sína með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Að leyfa barni að hitta foreldri sitt einungis tvisvar á ári og við þær aðstæður sem barnavernd býður upp á getur vart talist annað en mannréttindabrot gegn fósturbörnum og fjölskyldum þeirra. Yfirlýst og opinbert markmið stjórnvalda með slíkri umgengni brýtur í bága við reglur Barnasáttmálans, Mannréttindasáttmálans og Stjórnarskrár og yfirlýst markmið þeirra reglna, sem eru einmitt það að viðhalda fjölskyldutengslum og tryggja beina og reglulega umgengni barns við foreldri sitt eða foreldra. Foreldrar og fósturbörn hafa svo engan aðgang að dómstólum þegar kemur að ákvörðun á fyrirkomulagi umgengni fósturbarna. Síkt brýtur í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar um rétt manna til að aðgangs að dómstólum til úrlausnar um réttindi sín og skyldur. Það eru barnaverndarnefndir og svo úrskurðarnefnd velferðarmála sem hafa alræðisvaldið hér og þessar nefndir byggja ákvarðanir sínar um umgengni fósturbarna við foreldra aldrei á reglum Barnasáttmála SÞ. Það vita allir af þessum mannréttindabrotum. Stjórnvöld, dómstólar, Umboðsmaður Barna, Umboðsmaður Alþingis, barnaverndarnefndirnar sjálfar, úrskurðarnefnd velferðarmála, en þessu er leyft að viðgangast. Þessir aðilar láta ástandið viðgangast og sársaukinn hjá börnum og fjölskyldum í landinu grær aldrei. Ég vil enda þennan pistil á að vitna í fræg orð Mahatma Gandhi: „The true mesure of any society can be found in how it treats its most vulnerable members.“ Hvers konar samfélag viljum við vera? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Réttindi barna Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Mannréttindi fósturbarna á Íslandi eru fótum troðin af hálfu stjórnvalda. Þegar kemur að barnaverndarkerfinu, eru fósturbörn í reynd réttlaus og eiga sér ekki málsvara. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur að geyma reglur um grundvallarmannréttindi barna, og hefur lagagildi á Íslandi, virðist hafa afar takmarkaða þýðingu innan barnaverndarkerfisins. Börn sem hafa verið svipt blóðforeldrum sínum eða blóðforeldri, iðulega vegna áfengis- og vímuefnavanda foreldrisins, eru útilokuð með öllu út úr lífi foreldra sinna og fjölskyldu, afa og ömmu, frænku og frænda, jafnvel systkina. Börnum þessum er komið fyrir hjá nýrri fjölskyldu, fósturforeldrum og fá ekki að hitta blóðfjölskyldu sína lengur. Maður getur vart ýmindað sér sársaukann sem afar og ömmur finna fyrir, þegar þau eru útilokuð út úr lífi barnabarnanna sinna vegna tímabundinna veikinda barns þeirra (blóðforeldrisins). Hvað þá börnin sjálf sem hafa engan til að gæta sinna hagsmuna eða réttinda. Barnaverndarkerfið á Íslandi er nefnilega þannig, að það er talið barni fyrir bestu, sem misst hefur foreldri sitt frá sér vegna veikinda foreldrisins, eða af öðrum ástæðum, að útiloka með öllu ekki bara foreldrið, heldur líka alla stórfjölskyldu barnsins, út úr lífi barnsins. Það er talið nauðsynlegt til að „raska ekki ró og stöðugleika barnsins í fóstrinu“. M.ö.o. meintur stöðugleiki og ró í fóstri er notuð sem réttlæting fyrir alvarlegum og kerfisbundnum mannréttindabrotum íslenska barnaverndarkerfisins á hendur saklausum börnum, sem hafa verið tekin frá foreldrum sínum og sett í varanlegt fóstur. Þessi sjónarmið eiga sér enga stoð í lögum. Venjan er sú að barn sem misst hefur foreldri sitt, t.d. vegna veikinda foreldris fær aðeins að hitta foreldrið tvisvar á ári, í tvær klukkustundir í senn, í sérstöku húsnæði barnaverndar, undir eftirliti tveggja starfsmanna barnaverndar. Jafnvel þótt um sé að ræða elskandi foreldri, sem ól barnið upp frá fæðingu, en missti tökin vegna veikinda. Tilgangur þessarar umgengni er ekki sá að varðveita tengsl milli barns og foreldris, heldur sá að barnið „þekki uppruna sinn“. Ef afar og ömmur eru svo lánsöm að fá umgengni, sem er iðulega ekki raunin, er sú umgengni eitt skipti á ári. Ár í lífi ungs barns er mjög langur tími. Vísvitandi og af ásetningi, eru öll tengsl á milli fósturbarnsins og fjölskyldu þess slitin. Svo er með öllum ráðum tryggt að viðhalda þeim tengslaslitum og markvisst komið í veg fyrir að tenglamyndum geti endurnýjast. Kerfið verður vart grimmilegra né ómannúðlegra. Í 8. og 9. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sbr. einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 71. gr. stjórnarskrár Íslands, er að finna reglur um hvernig umgengni fósturbarna við foreldra skuli vera háttað. Í sáttmálanum segir að ríkjum sé skylt að virða rétt barns til að viðhalda fjölskyldutengslum, án ólögmætra afskipta. Þá er skýrt kveðið á um að fósturbarn, eða barn sem hefur verið skilið frá foreldrum sínum, eigi rétt á að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldra sína með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Að leyfa barni að hitta foreldri sitt einungis tvisvar á ári og við þær aðstæður sem barnavernd býður upp á getur vart talist annað en mannréttindabrot gegn fósturbörnum og fjölskyldum þeirra. Yfirlýst og opinbert markmið stjórnvalda með slíkri umgengni brýtur í bága við reglur Barnasáttmálans, Mannréttindasáttmálans og Stjórnarskrár og yfirlýst markmið þeirra reglna, sem eru einmitt það að viðhalda fjölskyldutengslum og tryggja beina og reglulega umgengni barns við foreldri sitt eða foreldra. Foreldrar og fósturbörn hafa svo engan aðgang að dómstólum þegar kemur að ákvörðun á fyrirkomulagi umgengni fósturbarna. Síkt brýtur í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar um rétt manna til að aðgangs að dómstólum til úrlausnar um réttindi sín og skyldur. Það eru barnaverndarnefndir og svo úrskurðarnefnd velferðarmála sem hafa alræðisvaldið hér og þessar nefndir byggja ákvarðanir sínar um umgengni fósturbarna við foreldra aldrei á reglum Barnasáttmála SÞ. Það vita allir af þessum mannréttindabrotum. Stjórnvöld, dómstólar, Umboðsmaður Barna, Umboðsmaður Alþingis, barnaverndarnefndirnar sjálfar, úrskurðarnefnd velferðarmála, en þessu er leyft að viðgangast. Þessir aðilar láta ástandið viðgangast og sársaukinn hjá börnum og fjölskyldum í landinu grær aldrei. Ég vil enda þennan pistil á að vitna í fræg orð Mahatma Gandhi: „The true mesure of any society can be found in how it treats its most vulnerable members.“ Hvers konar samfélag viljum við vera? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar