Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 17:33 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira