Guðlaugur Victor á leið til Schalke Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2021 17:46 Guðlaugur Victor í leik með íslenska landsliðinu. Hann hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti hlekkur landsliðsins á undanförnum misserum. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mun á næstu dögum ganga til liðs við þýska stórveldið Schalke 04 sem er fallið úr efstu deild Þýskalands í knattspyrnu. Þetta herma heimildir íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira