Þá segjum við frá því að það hillir undir vopnahlé á milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Fleiri en tvö hundruð hafa fallið í átökum síðustu daga.
Við verðum í beinni útsendingu frá Fagradalsfjalli þar sem hraunið er við það að flæða yfir varnargarða en óvíst er hversu lengi þeir halda.
Sóttvarnalæknir hefur skilað inn tillögum að nýjum sóttvarnaaðgerðum til heilbrigðisráðherra og segist ekki bundinn af afléttingaráætlun stjórnvalda. Þá koma hátt í þúsund manns með einum eða öðrum hætti að tveimur tölvuleikjastórmótum sem fram fara í Laugardalshöll nú í maí.
Við ræðum líka við tónlistarmanninn Daða Frey sem bindur vonir við að ná langt í Eurovision þrátt fyrir að fá ekki að stíga á svið í Rotterdam í kvöld og verðum í beinni útsendingu frá Kex Hostel þar sem æstir aðdáendur hans hafa safnast saman til að fylgjast með keppninni í kvöld.