Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 23:15 Bræðurnir létu þung orð falla í kjölfar skýrslu um vinnubrögð BBC. Getty/Mark Large Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995. Komið hefur fram að blaðamaður BBC, Martin Bashir, beitti blekkingum til þess að fá Díönu í viðtalið, meðal annars með því að ljúga að henni að verið væri að greiða fólki fyrir að njósna um hana. Díana fór í viðtalið og það dró dilk á eftir sér í lífi hennar og tveimur árum eftir viðtalið lést hún. Vilhjálmur sagði í myndbandsyfirlýsingu í kvöld að með vinnubrögðum sínum hafi BBC bætt á andleg veikindi Díönu og bætt gráu ofan á svart í sambandi hennar við föður drengjanna, Karl. Í kjölfarið hafi ekki aðeins blaðamaðurinn brugðist í að taka ábyrgð á slæmum aðferðum sínum, heldur einnig æðstu stjórnendur BBC. Vilhjálmur: „Viðtalið lagði mikið af mörkum til þess að gera samband foreldra minna verra og særði marga aðra.“ Ef BBC hefði rannsakað málið vel á sínum tíma, hefði Díana að minnsta kosti vitað að hún hefði verið blekkt. Harry sagði í aðskildri yfirlýsingu, sem var mildari en yfirlýsing Vilhjálms, að menning, þar sem misnotkun á fólkinu í sviðsljósi þrífst stanslaust í fjölmiðlum, hafi að lokum dregið móður hans til dauða. Hann sagði að annað eins tíðkist enn þá í fjölmiðlum í dag. BBC hefur sent Vilhjálmi og Harry afsökunarbeiðni og Karli Bretaprins sömuleiðis. Þá hefur Spencer jarl, bróðir Díönu, einnig fengið afsökunarbeiðni. Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Komið hefur fram að blaðamaður BBC, Martin Bashir, beitti blekkingum til þess að fá Díönu í viðtalið, meðal annars með því að ljúga að henni að verið væri að greiða fólki fyrir að njósna um hana. Díana fór í viðtalið og það dró dilk á eftir sér í lífi hennar og tveimur árum eftir viðtalið lést hún. Vilhjálmur sagði í myndbandsyfirlýsingu í kvöld að með vinnubrögðum sínum hafi BBC bætt á andleg veikindi Díönu og bætt gráu ofan á svart í sambandi hennar við föður drengjanna, Karl. Í kjölfarið hafi ekki aðeins blaðamaðurinn brugðist í að taka ábyrgð á slæmum aðferðum sínum, heldur einnig æðstu stjórnendur BBC. Vilhjálmur: „Viðtalið lagði mikið af mörkum til þess að gera samband foreldra minna verra og særði marga aðra.“ Ef BBC hefði rannsakað málið vel á sínum tíma, hefði Díana að minnsta kosti vitað að hún hefði verið blekkt. Harry sagði í aðskildri yfirlýsingu, sem var mildari en yfirlýsing Vilhjálms, að menning, þar sem misnotkun á fólkinu í sviðsljósi þrífst stanslaust í fjölmiðlum, hafi að lokum dregið móður hans til dauða. Hann sagði að annað eins tíðkist enn þá í fjölmiðlum í dag. BBC hefur sent Vilhjálmi og Harry afsökunarbeiðni og Karli Bretaprins sömuleiðis. Þá hefur Spencer jarl, bróðir Díönu, einnig fengið afsökunarbeiðni.
Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33
Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06