Tveir úrslitaleikir Evrópumótsins hafa endað á því að leikmaður skoraði svokallað Gullmark og tryggði þjóð sinni með því Evrópumeistaratitilinn.
Mennirnir tveir sem hafa skorað slík mörk eru Þjóðverjinn Oliver Bierhoff og Frakkinn David Trezeguet. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa komið inn á sem varamenn í úrslitaleiknum.
Reglan um Gullmarkið var í gildi frá með EM 1996 til og með HM 2002. Báðir úrslitaleikir Evrópumótsins á þessu tímabili réðust því á slíku marki. Gullmark var mark sem endaði leikinn í framlengingu og var þetta því síðasta spyrna leiksins í umræddum leikjum.
Who scored your favourite EURO-winning goal?
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 12, 2021
Throwback to Oliver Bierhoff's golden goal in the EURO 1996 final pic.twitter.com/QiZIx4FjkL
Oliver Bierhoff tryggði Þýskalandi Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleik EM í Englandi en úrslitaleikur á milli Þýskalands og Tékklands fór fram á Wembley.
Patrik Berger kom Tékkum í 1-0 úr vítaspyrnu á 59. mínútu en tíu mínútum síðar kom Bierhoff inn á sem varamaður. Bierhoff skoraði jöfnunarmarkið á 73. mínútu og sigurmark hans kom síðan á fimmtu mínútu í framlengingu.
Fjórum árum seinna voru Ítalir við það að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleiknum á móti Frökkum.
Úrslitaleikur Frakka og Ítala fór fram á De Kuip leikvanginum í Rotterdam og Marco Delvecchio kom Ítölum í 1-0 á 55. mínútu. Þannig var staðan þar til að varamaðurinn Sylvain Wiltord jafnaði metin á þriðju mínútu í uppbótatíma og tryggði Frökkum framlengingu.
France won EURO 2000 #OTD
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 2, 2020
David Trezeguet came off the bench to score a golden goal as France became the first world champions to win the following EURO!@equipedefrance | @Trezegoldavid pic.twitter.com/XJ533X1e9l
Sylvain Wiltord hafði komið inn á sem varamaður þremur mínútum eftir að Ítalir komust yfir en sextán mínútum síðar var David Trezeguet skipt inn á völlinn.
Það var síðan Trezeguet sem tryggði Frökkum Evrópumeistaratitilinn á þrettándu mínútu framlengingarinnar með Gullmarki.
Eftir HM 2002 kom til sögunnar svokallað „Silfurmark“ en liðið sem fékk á sig mark fékk þá tækifæri til að jafna til enda hálfleiks framlengingarinnar. Reglan um þessi tvö mörk var síðan tekin út úr fótboltareglunum eftir EM 2004.
#tbt 22 year old David Trezeguet scores a dramatic golden goal to win Euro 2000. pic.twitter.com/BNy7aiNe3i
— Pro:Direct Soccer (@ProD_Soccer) October 8, 2015
#TBT - 20 years ago today Oliver Bierhoff's golden goal won #GER the EURO 1996 title. pic.twitter.com/9B6FDrjF99
— FC Bayern US (@FCBayernUS) June 30, 2016