Eigendur hundsins hringdu í björgunarsveitir þegar hundurinn hrapaði og fóru nærstaddir björgunarmenn strax á vettvang.
„Okkar fólk fór á staðinn með búnað til að bjarga hundinum. Fjallabjörgunarbúnað, línur og græjur til að unnt væri að síga til hundsins, en þegar þau voru rétt ókomin þá hafði hundurinn fundið sér leið sjálfur og skilað sér til eiganda,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Davíð segir að hundurinn sé heill á húfi en honum er ekki kunnugt um ástand hans.