City hefur verið lang besta liðið á Englandi á þessari leiktíð eftir að Liverpool vann sinn fyrsta deildarmeistaratitil í lengri tíma á síðustu leiktíð.
Liverpool fór vel af stað á tímabilinu en mikil meiðsli urðu til þess að þeir rauðklæddu misstu taktinn og segir Klopp að meiðslin hefðu haft mikil áhrif á öll lið deildarinnar.
„Fótbolti er eins og hljómsveit þar sem fullt af fólki vinnur saman. Ef þú missir einn gæti þetta virkað en ef þú missir tvo gæti þetta orðið erfitt,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports.
„Með öll meiðslin var það ómögulegt að verða meistarar. Ekki möguleiki. Fyrir neinn. Eins góðir og City eru, ef þeir hefðu misst þrjá miðverði út, þá hefðu þeir ekki unnið deildina.“
„Þrír miðverðir út hjá United. Nei. Og nánast alla leiktíðina. Við höfum barist og sætt okkur við þetta og gert það besta úr þessu.“
„Ef við vinnum á sunnudag og komumst í Meistaradeildina, þá höfum við gert það besta úr þessu,“ bætti Klopp við.
Liverpool manager Jurgen Klopp says Manchester City would not have won the Premier League this season if they had to deal with his side's injury crisis.#bbcfootball
— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2021