Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 13:48 Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira