„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 21:02 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. vísir/EGill Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira