Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 18:35 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent