Guardiola alveg skítsama um söguna á milli hans og dómara úrslitaleiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 14:01 Pep Guardiola reynir hér að ræða málin við spænska dómarann Mateu Lahoz sá hinn sama og mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár. Getty/Stu Forster Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa engar áhyggjur af þvi að Mateu Lahoz dæmi úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Pep var spurður af því að hann og dómarinn eiga sér sögu. Spænski dómarinn dæmdi auðvitað oft hjá Pep í spænsku deildinni en það stóra málið er leikur sem Mateu Lahoz dæmi hjá Manchester City í Meistaradeildinni vorið 2018. Guardiola gagnrýndi Lahoz dómara harðlega eftir leik Manchester City og Liverpool í Meistaradeildinni 2018 þegar Liverpool sló City út. | Pep Guardiola on #UCL referee Lahoz:"No [not been in contact since @LFC game]. Not one second [thought about it]. I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team and what we have to do."[via MEN] pic.twitter.com/ZBsaR0k4bW— City Chief (@City_Chief) May 24, 2021 Guardiola sagði þá um Lahoz að þessi dómari væri hrifinn af því „að vera öðruvísi og vera sérstakur“ en spænski stjórinn var mjög ósáttur með að umræddur Mateu Lahoz dæmdi af mark sem Leroy Sane skoraði í leiknum. Nú er búið að setja Mateu Lahoz á úrslitaleik Manchester City og Chelsea í Porto í Portúgal á laugardaginn kemur. „Ég hef ekki hugsað um það í eina sekúndur. Mér gæti ekki verið meira sama. Ég hef svo mikla trú á mínu liði. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikla trú ég hef á liðinu og hvað við getum gert í leiknum,“ sagði Guardiola. "I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team."Pep Guardiola was asked about his history with the #UCLFinal referee Antonio Mateu Lahoz pic.twitter.com/opSO79l2m9— Football Daily (@footballdaily) May 24, 2021 Chelsea hefur unnið Manchester City tvisvar sinnum síðan að Thomas Tuchel tók við Lundúnaliðinu af Frank Lampard, einn í deildinni og inn í undanúrslitum enska bikarsins. Guardiola er ekki sammála því að Chelsea hafi vegna þess eitthvað sálfræðilegt tak á City mönnum fyrir úrslitaleikinn um næstu helgi. „Chelsea býr til vandamál fyrir öll lið. Það er hægt að óska þeim til hamingju með sigurleikina tvo á móti okkur en þetta er allt önnur keppni og líka úrslitaleikur. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Guardiola. „Við mætum þeim vitandi hvað við þurfum að gera til að vinna þá. Ég hef meiri áhyggjur af því hvað við ætlum að gera með boltann og hvað við ætlum að gera þegar við erum ekki með boltann. Við munum einbeita okkur að því síðustu dagana fyrir úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Spænski dómarinn dæmdi auðvitað oft hjá Pep í spænsku deildinni en það stóra málið er leikur sem Mateu Lahoz dæmi hjá Manchester City í Meistaradeildinni vorið 2018. Guardiola gagnrýndi Lahoz dómara harðlega eftir leik Manchester City og Liverpool í Meistaradeildinni 2018 þegar Liverpool sló City út. | Pep Guardiola on #UCL referee Lahoz:"No [not been in contact since @LFC game]. Not one second [thought about it]. I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team and what we have to do."[via MEN] pic.twitter.com/ZBsaR0k4bW— City Chief (@City_Chief) May 24, 2021 Guardiola sagði þá um Lahoz að þessi dómari væri hrifinn af því „að vera öðruvísi og vera sérstakur“ en spænski stjórinn var mjög ósáttur með að umræddur Mateu Lahoz dæmdi af mark sem Leroy Sane skoraði í leiknum. Nú er búið að setja Mateu Lahoz á úrslitaleik Manchester City og Chelsea í Porto í Portúgal á laugardaginn kemur. „Ég hef ekki hugsað um það í eina sekúndur. Mér gæti ekki verið meira sama. Ég hef svo mikla trú á mínu liði. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikla trú ég hef á liðinu og hvað við getum gert í leiknum,“ sagði Guardiola. "I could not care less. I am so confident in my team. You cannot imagine how confident I am in my team."Pep Guardiola was asked about his history with the #UCLFinal referee Antonio Mateu Lahoz pic.twitter.com/opSO79l2m9— Football Daily (@footballdaily) May 24, 2021 Chelsea hefur unnið Manchester City tvisvar sinnum síðan að Thomas Tuchel tók við Lundúnaliðinu af Frank Lampard, einn í deildinni og inn í undanúrslitum enska bikarsins. Guardiola er ekki sammála því að Chelsea hafi vegna þess eitthvað sálfræðilegt tak á City mönnum fyrir úrslitaleikinn um næstu helgi. „Chelsea býr til vandamál fyrir öll lið. Það er hægt að óska þeim til hamingju með sigurleikina tvo á móti okkur en þetta er allt önnur keppni og líka úrslitaleikur. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Guardiola. „Við mætum þeim vitandi hvað við þurfum að gera til að vinna þá. Ég hef meiri áhyggjur af því hvað við ætlum að gera með boltann og hvað við ætlum að gera þegar við erum ekki með boltann. Við munum einbeita okkur að því síðustu dagana fyrir úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira