Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 13:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir framgöngu svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja óboðlega og óeðlilega. Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“ Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“
Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira