Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 14:51 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/Vilhelm Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla var samþykkt á Alþingi í dag. Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira