Bólusetning dugi ekki til að stöðva núverandi bylgju faraldursins í Bandaríkjunum Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 12:03 Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir, lektorar við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. HR Yfirstandandi bólusetningar munu ekki duga til að stöðva núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum að sögn vísindamanna. Nauðsynlegt er að viðhalda ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Reykjavík, Háskólann í Lyon, Háskóla Suður Danmerkur og Federico II Háskólann í Napolí, sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature Scientific Reports í dag. Um helmingur allra fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum eru nú fullbólusettir gegn Covid-19 og er hlutfallið þar með því hæsta í heiminum. Nýjum tilfellum og andlátum hefur fækkað í Bandaríkjunum samhliða því en 24 þúsund staðfest smit greindust í gær og 543 létust vegna sjúkdómsins. Þá voru rúmlega 28 þúsund lagðir inn á sjúkrahús. Notuðu gögn um flugumferð Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir, lektorar við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR), notuðu gögn um flugumferð til að greina framgang faraldursins þar í landi en í rannsókninni voru gögn um flugferðir innan Bandaríkjanna sett inn í stærðfræðilíkan sem smíðað var til að spá fyrir um framgang faraldursins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá HR. Gögnin eru sögð nýtast sem almennur mælikvarði á ferðalög og virkni fólks. Komu flugumferðargögnin frá OpenSky, samstarfsneti aðila í fluggeiranum sem hefur opnað fyrir aðgang vísindamanna að gögnum um flugumferð um allan heim. Stærðfræðilíkanið, sem smíðað var af erlendum meðhöfundum greinarinnar, var áður notað til að spá fyrir um aðra bylgju faraldursins í Bandaríkjum. Það var prófað og stillt með raunupplýsingum um fyrstu bylgjuna og síðan matað með flugumferðargögnunum. Niðurstöðurnar sýndu að núverandi átak í bólusetningum mun eitt og sér hafa takmörkuð áhrif til að binda endi á yfirstandandi bylgju þar í landi. Ónýtt tækifæri í notkun gagnanna Anna og María sáu um þann hluta rannsóknarinnar sem laut að notkun og greiningu á flugumferðargögnunum. Þær segja að rannsóknin sýni mikilvægi þess að nota raunveruleg, áreiðanleg og reglulega uppfærð gögn um samgöngur í rannsóknum á framgangi faraldursins. Mikil tækifæri séu til að auka notkun slíkra gagna hér á landi til að auka áreiðanleika spálíkana um faraldurinn. Slík gögn geti líka nýst vel í mörgum öðrum tilgangi. „Flugumferðagögnin eru sérstök að því leyti að þau ná til samgangna á milli ríkja og landa. Þau henta þess vegna mjög vel til að horfa á útbreiðslu faraldursins í stærra samhengi,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. „Við teljum líka að það séu mikil ónýtt tækifæri í notkun slíkra gagna almennt. Slík gögn geta til dæmis nýst vel við borgarskipulag og þá nefna Borgarlínu sérstaklega, í efnahagsrannsóknum og fleiru. Fyrirtæki og stofnanir sem búa yfir slíkum gögnum ættu að gera miklu meira af því að gera þau ópersónugreinanleg og opinber til rannsókna, til hagsbóta fyrir vísindin og samfélagið allt.“ Lesa má umrædda fræðigrein í Nature Scientific Reports. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13. maí 2021 19:54 Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56 Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Reykjavík, Háskólann í Lyon, Háskóla Suður Danmerkur og Federico II Háskólann í Napolí, sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature Scientific Reports í dag. Um helmingur allra fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum eru nú fullbólusettir gegn Covid-19 og er hlutfallið þar með því hæsta í heiminum. Nýjum tilfellum og andlátum hefur fækkað í Bandaríkjunum samhliða því en 24 þúsund staðfest smit greindust í gær og 543 létust vegna sjúkdómsins. Þá voru rúmlega 28 þúsund lagðir inn á sjúkrahús. Notuðu gögn um flugumferð Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir, lektorar við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR), notuðu gögn um flugumferð til að greina framgang faraldursins þar í landi en í rannsókninni voru gögn um flugferðir innan Bandaríkjanna sett inn í stærðfræðilíkan sem smíðað var til að spá fyrir um framgang faraldursins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá HR. Gögnin eru sögð nýtast sem almennur mælikvarði á ferðalög og virkni fólks. Komu flugumferðargögnin frá OpenSky, samstarfsneti aðila í fluggeiranum sem hefur opnað fyrir aðgang vísindamanna að gögnum um flugumferð um allan heim. Stærðfræðilíkanið, sem smíðað var af erlendum meðhöfundum greinarinnar, var áður notað til að spá fyrir um aðra bylgju faraldursins í Bandaríkjum. Það var prófað og stillt með raunupplýsingum um fyrstu bylgjuna og síðan matað með flugumferðargögnunum. Niðurstöðurnar sýndu að núverandi átak í bólusetningum mun eitt og sér hafa takmörkuð áhrif til að binda endi á yfirstandandi bylgju þar í landi. Ónýtt tækifæri í notkun gagnanna Anna og María sáu um þann hluta rannsóknarinnar sem laut að notkun og greiningu á flugumferðargögnunum. Þær segja að rannsóknin sýni mikilvægi þess að nota raunveruleg, áreiðanleg og reglulega uppfærð gögn um samgöngur í rannsóknum á framgangi faraldursins. Mikil tækifæri séu til að auka notkun slíkra gagna hér á landi til að auka áreiðanleika spálíkana um faraldurinn. Slík gögn geti líka nýst vel í mörgum öðrum tilgangi. „Flugumferðagögnin eru sérstök að því leyti að þau ná til samgangna á milli ríkja og landa. Þau henta þess vegna mjög vel til að horfa á útbreiðslu faraldursins í stærra samhengi,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. „Við teljum líka að það séu mikil ónýtt tækifæri í notkun slíkra gagna almennt. Slík gögn geta til dæmis nýst vel við borgarskipulag og þá nefna Borgarlínu sérstaklega, í efnahagsrannsóknum og fleiru. Fyrirtæki og stofnanir sem búa yfir slíkum gögnum ættu að gera miklu meira af því að gera þau ópersónugreinanleg og opinber til rannsókna, til hagsbóta fyrir vísindin og samfélagið allt.“ Lesa má umrædda fræðigrein í Nature Scientific Reports.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13. maí 2021 19:54 Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56 Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13. maí 2021 19:54
Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56
Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06