Sirrý sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðismanna Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2021 11:57 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý. Aðsend Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að ákvörðun um framboð sé byggð á ríkum vilja til þess að ná fram breytingum sem hún telji að muni bæta lífsgæði fólks, sérstaklega á landsbyggðinni. „Ég tel mig hafa margt fram að færa sem getur nýst til þess að bæta samfélagið. Ég er baráttukona með ríka réttlætiskennd og framsýni, og hef tekið þátt í og leitt smá og stór verkefni til hagsbóta fyrir samfélagið. Mörg baráttumál eru mér hugleikin, en allra mikilvægast finnst mér að jafna tækifæri landsbyggðarinnar og stuðla að uppbyggingu og bættum lífsgæðum. Ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra og mun leggja ríka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu, bæði með aukinni fjarþjónustu og fjölbreytni í þjónustuúrræðum. Aldraðir eiga svo sannarlega að geta valið hvar þeir búa sín síðustu ár, eins eiga foreldrar langveikra barna að geta búið við öryggi og fullnægjandi þjónustu í sínu samfélagi. Geðheilbrigðismál eru mér einnig ofarlega í huga, en mikill misbrestur er á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu víða um land. Aukin aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þáttur í því að efla samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Mjög mikilvægt er að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þar tel ég að betri samgöngur séu lykilatriði. Blómleg ferðaþjónusta á landsbyggðinni skiptir sköpum fyrir aukna fjárfestingu, hún eflir nýsköpun og leiðir til fjölgunar mikilvægra starfa. Ferðaþjónusta, ásamt sjávarútvegi og landbúnaði, eru grunnstoðir atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi og koma til með að efla efnahagslega sjálfbærni svæðisins til lengri tíma litið. Umhverfismál eru mér einnig hugleikin og sé ég mörg tækifæri fyrir Norðvesturkjördæmi að marka sér sérstöðu á því sviði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal í fjögurra systkina hópi. Foreldrar mínir eru báðir frá Bíldudal og stórfjölskyldan öll, ég er því svo lánsöm að hafa eytt æskunni í kringum allt mitt fólk. Ég flutti suður til þess að mennta mig sem matreiðslumaður og hef unnið ýmis störf tengd matvælaiðnaði og þjónustu allar götur síðan. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík um árabil eru rætur mínar og hugur fyrir vestan. Ég hef verið svo lánsöm að geta dvalið mikið og hef ávallt fylgst náið með uppbyggingu og framþróun fyrir vestan. Frábært starf hefur víða verið unnið og mörg tækifæri eru enn ónýtt. Ég tel að þekking mín og rætur, ásamt samfélagslegum áhuga muni nýtast vel í að starfa að mikilvægum málum í kjördæminu. Ég stofnaði átaksverkefnið Lífskraft með það fyrir augum að beina athyglinni að og bæta þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það verkefni kenndi mér að óbilandi trú, samstaða og samkennd getur flutt fjöll,“ segir í tilkynningunni. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 16. til 19. júní næstkomandi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira