Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira