Markvörðurinn Jasper Cillessen er nefnilega með kórónuveiruna en þetta var staðfest í dag.
Holland komst hvorki á HM 2016 né EM 2018 og nýjustu fréttirnar eru ekki góðar fyrir hollenska liðið.
Cillessen er kominn í einangrun eftir smitið og hann er því ekki í flugvélinni sem ferðar hollenska landsliðið til Portúgals og mætir heimamönnum í æfingaleik.
Hollendingar vonast þó enn eftir að Cillessen verði klár í slaginn er hollenska liðið spilar við Úkraínu 13. júní í Amsterdam.
„Þegar það verður læknisfræðilega mögulegt þá mun hann koma aftur inn í hópinn,“ sagði talsmaður hollenska liðsins í samtali við AP.
Jasper Cillessen heeft positief getest op corona, gaat daardoor niet mee met Oranje op trainingskamp naar Portugal. Selectie vertrekt morgen met 23 man. Wijnaldum en Frenkie de Jong sluiten zondag aan. Ook Nathan Ake meldt zich later, vanwege CL-finale met Manchester City #Oranje
— simon zwartkruis (@simonzwartkruis) May 28, 2021