Wembley Stadium the EFL Play-Offs.
— EFL (@EFL) May 29, 2021
#EFL | #EFLPlayOffs | #StepUp pic.twitter.com/vxGoKunf3U
Strax á 10. mínútu leiksins fékk Brentford vítaspyrnu er Freddie Woodman, markvörður Swansea, braut á Bryan Mbeumo, innan vítateigs. Markahrókurinn Ivan Toney fór á punktinn og skoraði af öryggi.
Staðan orðin 1-0 og aðeins tíu mínútum síðar hafði Brentford tvöfaldað forystu sína. Þá skoraði Emiliano Marcondes eftir fyrirgjöf Mads Roerslev. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún enn er flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Brentford múraði fyrir markið og ekki varð verkefni Swansea auðveldara þegar Jay Fulton fékk beint rautt spjald um miðbik síðari hálfleiks fyrir glæfralega tæklingu. Samherjar hans mótmæltu harðlega en allt kom fyrir ekki og Swansea með aðeins tíu leikmenn það sem eftir lifði leiks.
Liðinu tókst ekki að minnka muninn, lokatölur 2-0 og Brentford komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn.
#BrentfordFC #BeeTogether pic.twitter.com/OlsPspeZMw
— Brentford FC (@BrentfordFC) May 29, 2021