Hvað getum við gert fyrir ykkur? Hólmfríður Árnadóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifa 29. maí 2021 17:00 Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun