Þyrlur, leitarhundar og meira en 200 lögreglumenn taka þátt í leitinni í kring um bæinn Le Lardin-Saint-Lazare í Dordogne héraðinu. Fréttamiðlar á svæðinu greina frá því að maðurinn sé á þrítugsaldir og hafi komið inn á borð lögreglu eftir að hafa beitt heimilisofbeldi. Maðurinn er sagður þungvopnaður.
#LeLardinSaintLazare L'intervention de la #gendarmerie se poursuit
— Gendarmerie nationale (@Gendarmerie) May 30, 2021
250 #gendarmes / véhicules blindés / équipes cynophiles / hélicoptères
L'ex concubine et ses enfants indemnes, sous protection de la gendarmerie
Respectez les consignes@Gendarmerie_024 @Prefet24 pic.twitter.com/475smB5Old
„Maðurinn fór að heimili fyrrverandi maka síns þar sem ágreiningur átti sér stað. Lögregla var kölluð til og þegar hún kom á vettvang skaut hinn grunaði af skotvopni í átt að lögreglu. Hann flúði inn í skóglendi þar nærri,“ sagði Frédéric Périssat, héraðsstjóri í Dordogne, í samtali við sjónvarpsstöðina BFM.
Hann bætti því við að maðurinn sé líklega á fjögurra ferkílómetra svæði fyrir utan bæinn en svæðið sé erfitt yfirferðar. Það sé skógi vaxið og mikið um holt og hæðir.