Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2021 20:31 Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira