Banna prestum að misnota fullorðna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 13:08 Biskuparnir Filippo Iannone (t.h.) og Juan Ignacio Arrieta Ochoa de Chinchetru kynntu breytingarnar á lögum kaþólsku kirkjunnar í dag. AP/Andrew Medichini Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar. Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar.
Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42
Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00
Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34