Ofurframlína hjá Frökkum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 09:31 Það er ekkert grín að reyna að stoppa þá Karim Benzema og Kylian Mbappe sitt í hvoru lagi hvað þá að eiga við þá þegar þeir eru farnir að vinna saman inn á vellinum. Getty/Quality Sport Images Knattspyrnuáhugafólk gæti séð svolítið í kvöld sem það hefur aldrei séð áður. Frakkar geta nefnilega stillt upp mjög áhugaverðari framlínu í vináttuleik á móti Wales. Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira