Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 11:30 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Isavia Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Viðbygging við Leifsstöð mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Í tilkynningu frá Isavia segir að um sé að ræða mikilvægan lið í uppbyggingaráætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batni og afkastageta flugvallarins aukist með tilkomu viðbyggingarinnar. Verktakafyrirtækið Ístak vinnur jarðvegsvinnu vegna viðbyggingarinnar. Framkvæmdastjóri Ístaks, Karl Andreassen, og forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, undirrituðu samning þess efnis rétt fyrir fyrstu skóflustungu. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, eftir undirritun samnings.Isavia Hlutafjáraukning í janúar forsenda framkvæmda „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan.“ segir Bjarni Benediktsson. Hlutafjáraukning sú er Bjarni minnist á var samþykkt þann 12. janúar síðastliðinn og hljóðaði upp á 15 milljarða. Forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna hafa gert félaginu kleift að auka umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda við flugstöðina. Umfang framkvæmdanna er umtalsvert en um er að ræða fjárfestingu upp á 20,8 milljarða króna. Það gerir framkvæmdirnar þær stærstu sem ráðist hefur verið í hér á landi, frá upphafi faraldurs COVID-19. Frá vinstri, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir skóflustungu.Isavia Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur löngum verið stærsti atvinnuveitandi Suðurnesja en starfsemi hennar hefur legið í hálfgerðum dvala í faraldrinum. Því fylgdu uppsagnir og aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stórbætt þjónusta Forstjóri Isavia segir umbyltingu verða á farangursmóttöku og á efri hæð muni verslunarrými aukast og biðsvæði stækka. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm, en þau fara úr 14 í 17 talsins, sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Bjarni nýtti stærðarinnar gröfu við fyrstu skóflustungu, undir handleiðslu starfsmanns Ístaks.Isavia
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira