Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 23:38 Vísindamenn NASA telja að finna megi mikla þekkingu á sólkerfinu og þróun reykistjarna. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030. Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030.
Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira