ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana. Í fyrra, eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum og samkomubann var á Íslandi, æfði hún til að mynda í þessari uppblásnu laug í bílskúrnum heima hjá sér. vísir/vilhelm Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira