Koeman áfram við stjórnvölin hjá Börsungum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 20:45 Koeman fær tækifæri til að klæðast glæsilegum úlpum Barcelona á nýjan leik á næstu leiktíð. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Það stefnir allt í að Hollendingurinn Ronald Koeman stýri spænska stórveldinu Barcelona áfram á næstu leiktíð. Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar. Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar. Það var ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni. Ronald Koeman stays... and now Barcelona will sign new players after Eric and Agüero. Barça board pushing to sign Memphis Depay, 2/3 years contract bid on the table and club now confident . Wijnaldum will sign with Barça until 2024 once the medicals will be completed. #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 3, 2021 Orðrómar voru á kreiki um að Joan Laporta, forseti Börsunga, væri í leit að nýjum þjálfara en ef enginn nægilega góður væri á lausu myndi forsetinn halda sig við Koeman. Það hefur nú komið á daginn. Talið var að Xavi gæti snúð aftur til félagsins sem hann vann allt með sem leikmaður og tekið við stjórnartaumunum. Hann stýrir í dag Al-Sadd í Katar og verður þar áfram, um stund allavega. Fyrr í dag var tilkynnt að Jordi Cruyff, sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff, væri nýr íþróttastjóri Börsunga og nú virðist sem landi hans Koeman fái annað tækifæri til að heilla á Camp Nou. Börsungar eru í mikilli uppbyggingu eftir tvö slæm ár. Það virðist allt stefna í að Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins. Landi hans - Sergio Agüero – skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Eric Garcia, fyrrum samherji Agüero hjá Manchester City, sneri aftur á heimaslóðir er hann samdi einnig nýverið við Börsunga. Þá er talið nær öruggt að Hollendingarnir Memphis Depay og Georginio Wijnaldum skrifi undir á næstunni. Þeir þekkja Koeman vel enda léku þeir undir hans stjórn í hollenska landsliðinu er Koeman var þar frá 2018 til 2020. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar. Það var ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni. Ronald Koeman stays... and now Barcelona will sign new players after Eric and Agüero. Barça board pushing to sign Memphis Depay, 2/3 years contract bid on the table and club now confident . Wijnaldum will sign with Barça until 2024 once the medicals will be completed. #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 3, 2021 Orðrómar voru á kreiki um að Joan Laporta, forseti Börsunga, væri í leit að nýjum þjálfara en ef enginn nægilega góður væri á lausu myndi forsetinn halda sig við Koeman. Það hefur nú komið á daginn. Talið var að Xavi gæti snúð aftur til félagsins sem hann vann allt með sem leikmaður og tekið við stjórnartaumunum. Hann stýrir í dag Al-Sadd í Katar og verður þar áfram, um stund allavega. Fyrr í dag var tilkynnt að Jordi Cruyff, sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff, væri nýr íþróttastjóri Börsunga og nú virðist sem landi hans Koeman fái annað tækifæri til að heilla á Camp Nou. Börsungar eru í mikilli uppbyggingu eftir tvö slæm ár. Það virðist allt stefna í að Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins. Landi hans - Sergio Agüero – skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Eric Garcia, fyrrum samherji Agüero hjá Manchester City, sneri aftur á heimaslóðir er hann samdi einnig nýverið við Börsunga. Þá er talið nær öruggt að Hollendingarnir Memphis Depay og Georginio Wijnaldum skrifi undir á næstunni. Þeir þekkja Koeman vel enda léku þeir undir hans stjórn í hollenska landsliðinu er Koeman var þar frá 2018 til 2020.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira