Cillessen æfur út í De Boer: „Aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 10:00 Jasper Cillessen leikur ekki með Hollandi á EM, honum til mikillar gremju. getty/Jonathan Moscrop Markvörðurinn Jasper Cillessen er æfur út í Frank de Boer eftir að hann tók hann út úr EM-hópi Hollands í kjölfar þess að hann greindist með kórónuveiruna. Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira