Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:43 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur. Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur.
Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent