Miðjumaðurinn öflugi þurfti að fara meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um síðustu helgi og var óttast um að meiðslin, sem voru á andliti, myndu hafa áhrif á þátttöku kappans á EM.
Í dag var hins vegar greint frá því að De Bruyne hefði undirgengist minni háttar aðgerð sem tókst vel til og hann muni hefja æfingar með Belgum á mánudag en Belgía mætir Króatíu í æfingaleik á morgun.
Kevin de Bruyne has had surgery on his facial injury and will be joining the Belgium squad on Monday.#bbcfootball
— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021
Belgar eru í riðli með Danmörku, Finnlandi og Rússlandi en fyrsti leikur þeirra í keppninni er gegn Rússum þann 12.júní næstkomandi.