Spáð er suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 8-13 metrum á sekúndu en þó eitthvað hægari vindur vestantil.
Á morgun er spáð suðlægri átt, 3-8 metrum á sekúndu, sunnan- og vestantil en sunnan 5-13 metrum á sekúndu um austanvert landið. Rigningu er spáð suðaustanlands en annars skúrum, einkum á Suður- og Vesturlandi.
Tiltölulega svipað veður verður fram á miðja vikuna en þá vindur að snúast í norðlæga átt með kólnandi veðri.