„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Elma Rut Valtýsdóttir, Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:32 Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti Dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent