Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 13:38 Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar. Aðsend Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi. Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi.
Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira