Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 13:38 Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar. Aðsend Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi. Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi.
Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira