Enginn þingstubbur verði stjórnarskrárfrumvarp ekki afgreitt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:52 Katrín lagði breytingartillöguna fram sem almennur þingmaður. vísir/vilhelm Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þingstubbi í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verður ekki afgreitt úr nefnd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðherra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Sjá meira
Áætlað hafði verið að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur yrði að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd til annarrar umræðu á vorþingi og þingfundi síðan frestað. Þriðja umræða yrði síðan tekin á svokölluðum þingstubbi í ágúst og þing rofið eftir það. Katrín var ekki bjartsýn á að þetta tækist í Víglínunni í dag. „Það verður náttúrulega ekki gert nema það sé tiltölulega breið samstaða um breytingar,“ sagði hún. Það væri erfitt að ná samstöðu um slík mál þegar átta flokkar væru á þingi. Hún sagðist vita að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði verið að ræða það á sínum fundum hvort hægt væri að ná samstöðu um einhver ákvæði frumvarps hennar. „Ég veit hins vegar ekki hverju það mun skila og það kann vel að vera að það verði ekki vilji til þess og þá það bara þannig.“ En ef ekkert kemur út úr nefndinni núna áður en vorþing hættir, ertu þá að segja að þar með sé málið bara dautt að sinni og þá verður kannski óþarfi að hafa þennan stubb í ágúst? „Já, ég meina, hann hangir á því hvort við ræðum stjórnarskrá eða ekki. Hann er ekki bara opinn fyrir öll mál. Það er ekki þannig.“ Mörg ókláruð mál Katrín virtist þá heldur ekki bjartsýn á að fá frumvarp um hálendisþjóðgarð samþykkt, sem var eitt stærsta mál Vinstri grænna við myndun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að við séum öll mjög raunsæ á það að það eru mjög mörg mál af þessum tugum mála sem eru inni í þinginu sem verður ekki lokið,“ sagði Katrín. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn og að þessu máli, eins og mörgum öðrum, hafi verið frestað vegna hans.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Sjá meira