Ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur einnig sú næstfljótasta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 10:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi og líkleg til afreka á Ólympíuleikunum í sumar. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó og það sýndi hún heldur betur um helgina. Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira