Rússar reiðir vegna nýs landsliðsbúnings Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 10:36 Úkraína á landsliðstreyju úkraínska landsliðsins. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist harkalega við nýrri landsliðstreyju úkraínskra karlaliðsins í knattspyrnu. Treyjan sýnir útlínur landsins, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum. Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum.
Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira