Rússar reiðir vegna nýs landsliðsbúnings Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 10:36 Úkraína á landsliðstreyju úkraínska landsliðsins. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist harkalega við nýrri landsliðstreyju úkraínskra karlaliðsins í knattspyrnu. Treyjan sýnir útlínur landsins, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum. Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum.
Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti