„Bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 20:06 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður. Þetta kom fram í ræðu Loga í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann segir að ekki hafi veripð gripið nægilega markvisst til aðgerða fyrir þau sem mest hafi þurft á að halda. Það fólk hafi neyðst til að tæma sparnað sinn eða skyldsetja sig til að mæta erfiðum aðstæðum. „Síðasta ár höfum við séð þess vegna séð óvenjuskýrt hversu lítið samhengi er oft á milli meðaltala og aðstæðna einstakra hópa því þó tekjujöfnuðurinn mælist mikill hér á landi fer eignaójöfnuðurinn hratt vaxandi. Svör úr fjármálaráðuneytinu sýna að lítill hópur einstaklinga rakar til sín meginþorra af öllum nýjum auð í landinu og bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst og þessir auðjöfrar sölsa undir sig á fleiri og fleiri stöðum samfélagsins,“ sagði Logi. Hann sagði Samfylkinguna vilja ráðast gegn ójöfnuði í samfélaginu hvar sem hann væri að finna og sagði jöfnuð undirstöðu öflugs efnahagslífs. Þá sagði hann að horfast þurfi í augu við „kófið sem veirufaraldurinn þyrlaði upp,“ skoða hverju ríkisstjórnin hefur áorkað og hversu vel núverandi stjórnarmynstur sé í stakk búið til að mæta verkefnum framtíðar. Rifjaði upp orð heilbrigðisráðherra Logi vék þá orðum sínum að því sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í desember árið 2017, sama ár og núverandi ríkisstjórn var stofnuð. „Við erum að bjarga heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaaflanna í landinu,“ sagði Svandís þá. Logi vildi nema staðar við þessi orð og skoða hvernig heilbrigðiskerfið stendur eftir kjörtímabilið sem rennur sitt skeið í september á þessu ári. „Að sögn formanns félags bráðalækna hefur aldrei verið jafn alvarleg undirmönnun á bráðadeild Landspítalans og stefnir í í sumar og yfirgnæfandi líkur á alvarlegum atvikum, jafnvel mannslátum á deildinni. Hjúkrunarheimili víða um landið stefna í þrot vegna áralangrar vanfjármögnun ríkisins og íslensk ungmenni fá ekki nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu, það er enginn geðlæknir í fastri stöðu úti á landsbyggðinni. Þetta eru verk ríkisstjórnarinnar“ sagði Logi. Hann sagði að í kjölfar heimsfaraldursins ætti að verðlauna ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings undanfarið ár með því að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi með fullnægjandi hætti. „Heilbrigðiskerfinu okkar verður ekki bjargað í ríkisstjórn málamiðlana, kyrrstöðu og hvað þá niðurskurðar.“ „Óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ Logi vék máli sínu þá að því sem hann kallaði „óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ og sagði það kunna að vera að slíkt stjórnarform hefði hentað til að „kæla stöðuna eftir skandala fyrri stjórna,“ en stjórnarflokkarnir myndu ekki finna þann samhljóm til að takast á við áskoranir sem fram undan eru. „Við höfum séð fjölda framfaramála stranda uppi á sjálfu ríkisstjórnarborðinu þrátt fyrir líklegan meirihluta á þingi. Ég nefni afglæpavæðingu, rammaáætlun, hálendisþjóðgarð og auðvitað almennilegt auðlindaákvæði.“ Logi sagði því nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem sé sammála um megin verkefnin framundan. Ríkisstjórn sem sé óhrædd við nýja framtíð og nógu opin til að nýta skapandi lausnir til þess að takast á við ójöfnuð, loftslagsógnina og breytingar á vinnumarkaði. „Ríkisstjórn sem er tilbúin að byggja upp, ekki skera niður eins og ríkisstjórnin boðar í fimm ára fjármálaáætlun. Það er beinlínis hrollvekjandi, herra forseti, að í stað þess að ætla að bæta almannaþjónustuna og fjárfesta í fólki ætli ríkisstjórnin að taka niðurskurðarhnífinn á loft,“ sagði Logi. „Samfylkingin er tilbúin í ríkisstjórn um framfarir, aukinn jöfnuð, almannahagsmuni og sóknar út úr þessa kreppu.“ Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls. 7. júní 2021 19:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Loga í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann segir að ekki hafi veripð gripið nægilega markvisst til aðgerða fyrir þau sem mest hafi þurft á að halda. Það fólk hafi neyðst til að tæma sparnað sinn eða skyldsetja sig til að mæta erfiðum aðstæðum. „Síðasta ár höfum við séð þess vegna séð óvenjuskýrt hversu lítið samhengi er oft á milli meðaltala og aðstæðna einstakra hópa því þó tekjujöfnuðurinn mælist mikill hér á landi fer eignaójöfnuðurinn hratt vaxandi. Svör úr fjármálaráðuneytinu sýna að lítill hópur einstaklinga rakar til sín meginþorra af öllum nýjum auð í landinu og bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst og þessir auðjöfrar sölsa undir sig á fleiri og fleiri stöðum samfélagsins,“ sagði Logi. Hann sagði Samfylkinguna vilja ráðast gegn ójöfnuði í samfélaginu hvar sem hann væri að finna og sagði jöfnuð undirstöðu öflugs efnahagslífs. Þá sagði hann að horfast þurfi í augu við „kófið sem veirufaraldurinn þyrlaði upp,“ skoða hverju ríkisstjórnin hefur áorkað og hversu vel núverandi stjórnarmynstur sé í stakk búið til að mæta verkefnum framtíðar. Rifjaði upp orð heilbrigðisráðherra Logi vék þá orðum sínum að því sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í desember árið 2017, sama ár og núverandi ríkisstjórn var stofnuð. „Við erum að bjarga heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaaflanna í landinu,“ sagði Svandís þá. Logi vildi nema staðar við þessi orð og skoða hvernig heilbrigðiskerfið stendur eftir kjörtímabilið sem rennur sitt skeið í september á þessu ári. „Að sögn formanns félags bráðalækna hefur aldrei verið jafn alvarleg undirmönnun á bráðadeild Landspítalans og stefnir í í sumar og yfirgnæfandi líkur á alvarlegum atvikum, jafnvel mannslátum á deildinni. Hjúkrunarheimili víða um landið stefna í þrot vegna áralangrar vanfjármögnun ríkisins og íslensk ungmenni fá ekki nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu, það er enginn geðlæknir í fastri stöðu úti á landsbyggðinni. Þetta eru verk ríkisstjórnarinnar“ sagði Logi. Hann sagði að í kjölfar heimsfaraldursins ætti að verðlauna ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings undanfarið ár með því að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi með fullnægjandi hætti. „Heilbrigðiskerfinu okkar verður ekki bjargað í ríkisstjórn málamiðlana, kyrrstöðu og hvað þá niðurskurðar.“ „Óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ Logi vék máli sínu þá að því sem hann kallaði „óvenjulegt stjórnarmynstur íhaldsflokka“ og sagði það kunna að vera að slíkt stjórnarform hefði hentað til að „kæla stöðuna eftir skandala fyrri stjórna,“ en stjórnarflokkarnir myndu ekki finna þann samhljóm til að takast á við áskoranir sem fram undan eru. „Við höfum séð fjölda framfaramála stranda uppi á sjálfu ríkisstjórnarborðinu þrátt fyrir líklegan meirihluta á þingi. Ég nefni afglæpavæðingu, rammaáætlun, hálendisþjóðgarð og auðvitað almennilegt auðlindaákvæði.“ Logi sagði því nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem sé sammála um megin verkefnin framundan. Ríkisstjórn sem sé óhrædd við nýja framtíð og nógu opin til að nýta skapandi lausnir til þess að takast á við ójöfnuð, loftslagsógnina og breytingar á vinnumarkaði. „Ríkisstjórn sem er tilbúin að byggja upp, ekki skera niður eins og ríkisstjórnin boðar í fimm ára fjármálaáætlun. Það er beinlínis hrollvekjandi, herra forseti, að í stað þess að ætla að bæta almannaþjónustuna og fjárfesta í fólki ætli ríkisstjórnin að taka niðurskurðarhnífinn á loft,“ sagði Logi. „Samfylkingin er tilbúin í ríkisstjórn um framfarir, aukinn jöfnuð, almannahagsmuni og sóknar út úr þessa kreppu.“
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls. 7. júní 2021 19:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls. 7. júní 2021 19:01