Hetjan Hansen: Ég missti fjögur kíló Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2021 22:30 Nikolaj Hansen segist í töluvert betra formi en á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í 1-1 jafntefli liðsins við Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Sá danski skoraði jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma. „Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
„Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu