Ríkisstjórnin hafi staðist prófið með prýði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 22:28 Halla Signý er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira