BBC valdi sigur Íslands á Englandi 2016 óvæntustu úrslitin í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 09:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fer fyrir fögnuði íslensku strákanna eftir sigurinn á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016. EPA/SEBASTIEN NOGIER Breska ríkisútvarpið er að telja niður í Evrópumótið eins og fleiri fjölmiðlar og í einni af nýjustu fréttinni í tengslum við mótið var farið yfir þau úrslit í sögu keppninnar sem hafi komið mest á óvart. Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti