Guðmundur Benediktsson var með þjálfarana Ólaf Kristjánsson og Frey Alexandersson í fyrsta upphitunarþætti af fjórum fyrir EM. Þar rýndu þeir rækilega í liðin fjögur í A-riðli og liðin fjögur í B-riðli Evrópumótsins.
Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.
Í A-riðli eru Ítalir sigurstranglegastir og telja sig líklega hafa lið sem á möguleika á að fara langt í keppninni. Þeir mæta Tyrklandi á föstudagskvöld í upphafsleik EM en Wales og Sviss mætast í sama riðli á laugardag.
Í B-riðli verða Danir á heimavelli í öllum sínum leikjum, við Finnland, Rússland og Belgíu sem þykir eitt allra sigurstranglegasta lið mótsins.
Í kvöld fara sérfræðingarnir yfir liðin í C- og D-riðli, og upphitun heldur áfram á morgun og fimmtudagskvöld áður en Evrópumótið sjálft hefst svo.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.