„Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Arnar Sigurðsson skrifar 8. júní 2021 14:30 Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun