Falsfrelsi ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. júní 2021 12:01 Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar