Norðanáttir valdi því að júní verði kaldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 21:04 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við köldum júní. Vísir/Samsett Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við því að júnímánuður verði nokkuð kaldur hér á landi, sökum norðanáttar sem verði ríkjandi. „Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“ Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Sjá meira
„Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“
Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Sjá meira