Er hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2021 07:35 Gohmert er harður stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. epa/Michael Reynolds Væri hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu eða sporbraut jarðar um sólu? Að þessu spurði Louie Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins, á nefndarfundi á þriðjudag. Frá þessu greinir Guardian en það merkilega er að það skrýtnasta við fyrirspurn þingmannsins er ekki spurningin sjálf, heldur sú staðreynd að henni var beint til aðstoðarforstjóra skógræktar ríkisins, sem fer með umsjón þjóðgarða landsins. Gohmert sagðist vita til þess að skógræktin hefði mikinn áhuga á því að vinna gegn loftslagsvánni. „Getur skógræktin gert eitthvað til að breyta sporbraut tunglsins um jörðina eða sporbraut jarðarinnar umhverfis sólina?“ spurði þingmaðurinn. „Það myndi augljóslega hafa veruleg áhrif á loftslagið.“ Aðstoðarforstjórinn, Jennifer Eberlien, átti ekki til annað svar fyrir þingmanninn að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að skoða og svara honum síðar. „Ja, ef þið hjá skógræktinni getið látið þetta gerast þá vildi ég vita það,“ sagði Gohmert. Samkvæmt Guardian virtist þingmanninum fullkominn alvara með spurningunni en margir hafa leitt að því líkur að með henni hafi hann viljað koma því sjónarmiði á framfæri að loftslagsbreytingar megi rekja til náttúrulegra fyrirbæra sem maðurinn hefur enga stjórn á. Fyrir um þremur árum varpaði annar þingmaður Repúblikanaflokksins, Mo Brooks, fram þeirri kenningu á þingfundi að yfirborð sjávar hefði hækkað vegna strandrofs, það er að segja að yfirborðið væri að hækka vegna hruns grjóts og jarðvegar í sjóinn. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian en það merkilega er að það skrýtnasta við fyrirspurn þingmannsins er ekki spurningin sjálf, heldur sú staðreynd að henni var beint til aðstoðarforstjóra skógræktar ríkisins, sem fer með umsjón þjóðgarða landsins. Gohmert sagðist vita til þess að skógræktin hefði mikinn áhuga á því að vinna gegn loftslagsvánni. „Getur skógræktin gert eitthvað til að breyta sporbraut tunglsins um jörðina eða sporbraut jarðarinnar umhverfis sólina?“ spurði þingmaðurinn. „Það myndi augljóslega hafa veruleg áhrif á loftslagið.“ Aðstoðarforstjórinn, Jennifer Eberlien, átti ekki til annað svar fyrir þingmanninn að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að skoða og svara honum síðar. „Ja, ef þið hjá skógræktinni getið látið þetta gerast þá vildi ég vita það,“ sagði Gohmert. Samkvæmt Guardian virtist þingmanninum fullkominn alvara með spurningunni en margir hafa leitt að því líkur að með henni hafi hann viljað koma því sjónarmiði á framfæri að loftslagsbreytingar megi rekja til náttúrulegra fyrirbæra sem maðurinn hefur enga stjórn á. Fyrir um þremur árum varpaði annar þingmaður Repúblikanaflokksins, Mo Brooks, fram þeirri kenningu á þingfundi að yfirborð sjávar hefði hækkað vegna strandrofs, það er að segja að yfirborðið væri að hækka vegna hruns grjóts og jarðvegar í sjóinn.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17