Herinn mun bólusetja spænsku landsliðsmennina fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 11:31 David De Gea og félagar í spænska landsliðinu hafa ekki getað æft saman í síðustu vikunni fyrir EM. EPA-EFE/Pablo Garcia Leikmenn spænska knattspyrnulandsliðsins munu allir fá bólusetningu fyrir Evrópumótið en tveir leikmenn hafa þegar fengið kórónuveiruna á síðustu dögum. Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira