Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:04 Þingmenn Miðflokksins eru óhræddir við að vera að störfum fram á mitt sumar. vísir/vilhelm Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“ Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“
Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda