Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:04 Þingmenn Miðflokksins eru óhræddir við að vera að störfum fram á mitt sumar. vísir/vilhelm Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“ Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er hreyfing á viðræðum um þinglok en þær stranda enn nokkrum atriðum. Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um samræmda móttöku flóttafólks verði tekið af dagskrá. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það eitt stóru málanna. „Við teljum að það sé mál sem feli í sér gríðarlega mikinn samfélagslega aukinn kostnað fyrir okkur Íslendinga sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir Gunnar Bragi. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa talið að það að muni auka straum flóttamanna til landsins en þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa hins vegar andmælt því. Aftarlega á dagskrá þingfundar í dag er önnur umræða um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Bragi segir þingmenn flokksins mótfallna því að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar. „Því að það virðist vera að það eigi einfaldlega bara að fresta því og halda síðan áfram með það. Að ríkisstjórnin sé að skuldbinda sig til þess,“ segir Gunnar Bragi. „Að okkar mati eru svo rosalegir gallar á þessu máli að það hefði verið nær að geyma það bara og sjá til hvort ný ríkisstjórn hefði einhvern áhuga á því að halda áfram með það. En þetta er svo sem ágætis yfirlýsing, það virðist svo sem núverandi ríkisstjórn geri ráð fyrir að starfa áfram saman og ætli þá bara að halda áfram með þetta mál. Það er ágætt að menn séu ekkert að fela það.“ Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Miðflokknum hugnast það ekki.vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma um frumvarpið í dag. „Það er bara okkar ósk sem við eigum fullan rétt á en auðvitað er það þannig að ef samið verður um þinglok kann að vera að það þurfi að semja um umræðuna. Við skoðum það bara.“ Að lokum verða greidd atkvæði um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar en Gunnar segir tímasetningu þess velta á lengd umræðna. „Einhvern tímann verða greidd atkvæði um það en ég veit ekki hvort það verði í þessari viku, næstu eða um mitt sumar. Það fer bara eftir því hvernig málin þróast.“ Um mitt sumar - eruð þið að gera ráð fyrir að vera svo lengi að störfum? „Við verðum hér í sumar ef þarf. Við erum ágætlega stemmd í því. Það er líka spáð rigningarsumri þannig það er bara ágætt að vera hérna.“
Alþingi Miðflokkurinn Hálendisþjóðgarður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira